Veitingasalurinn

Snemma á ferð?

Alla daga er veitingasalurinn opinn frá 06.00 til 23.00. Að auki er opið inn í veitingasal allan sólarhringinn um helgar.

Fáðu þér rjúkandi heitt gæðakaffi frá Te & Kaffi, ferskan appelsínudjús og eða nýbakað bakkelsi til að taka með þér í rútuna eða bílinn. Byrjaðu ferðina með góðgæti í maga . . .

Veitingasalur

Langur opnunartími.

Veitingasalur Fljótt og Gott er opinn alla daga vikunar frá 06.00 til 23.00 og enn lengur um helgar.

Í veitingasalnum er lögð áhersla á hollan, þjóðlegan og heimilislegan mat sem afgreiddur er alla daga frá kl. 10.00 til 21.00.

Fjölbreytileiki

Að auki bjóðum við upp á fjölbreyttan grillmatseðil þar sem þú finnur meðal annars hamborgara, nautasteikur, samlokur, pylsur ofl. ofl. Grillið er opið alla daga frá 07.00 til 23.00.

Heimili kjamma og Kók er einnig á Fljótt og Gott en kjammann getur þú fengið heitan eða kaldann, í bílalúgu eða í veitingasalnum.

Hjá okkur er að auki gott úrval af hvítvíni, rauðvíni, bjór og sterku áfengi.

Fyrir utan heimilis mat og grillmatseðil er einnig glæsilegt úrval af ekta dönsku smörrebrauði, heimagerðum samlokum / langlokum, súpum, salatbar og svo má geta þess að við bökum á staðnum allan daginn þar sem þú getur fengið þér nýbakað hnetuvínarbrauð eða ylvolgt croissant með rjúkandi heitu kaffi.

Heimilismatur "eins og mamma gerir"

Allir dagar á Fljótt og Gott hafa vissa sérstöðu í heimilismat. Að jafnaði galdra matreiðslumenn okkar 5-6 rétti dagsins alla daga vikunar og eru þeir í boði frá 10.00 til 21.00. Við leggjum mikla áherslu á að bera fram hollan og góðan mat og notum við eingöngu gæða hráefni á öllum stigum eldamennskunar.

Öllum réttum dagsins fylgja súpa, salatbar og kaffi eða te. Verðinu er stillt í hóf eða frá 1.290 til 2.490.-

Fastir réttir dagsins eru:

Mánudagar. Hakkabuff með spældu eggi, lauk, kartöflum og sósu.

Þriðjudagar. Plokkfiskur með rúgbrauði (vinsælt er að fá sér bernaise sósu og sítrónupipar með).

Miðvikudagar. Saltkjöt og baunasúpa.

Fimmtudagar. Lambakjöt og kjötsúpa.

Föstudagar. Lambasteik með öllu tilheyrandi.

Laugardagar. Saltfiskur með hömsum / smjöri og rúgbrauði.

Sunnudagar. Sunnudagssteik. Lambalæri með brúnni og kartöflum.

Fjölskyldustaður

Veitingasalur Fljótt og Gott tekur um 120 manns í sæti í þægilegu og afslöppuðu umhverfi. Við erum með barnastóla og aðstaðan er mjög góð fyrir alla í fjölskyldunni. Allir finna eitthvað við sitt hæfi í mat og drykk en þess má geta að gott úrval er af gosi, söfum, bjór, hvítvíni, rauðvíni ásamt sterkari drykkjum.

Alla daga getur þú fylgst með heimsfréttunum í sjónvarpinu eða horft á fótboltaleiki í beinni en erum td. með meistaradeildina í beinni ásamt enska boltanum.

Hægt er að komast á netið á netkaffinu okkar gegn vægu gjaldi.

Fljótt og Gott sameinar því margt af því besta þegar það kemur að mat og drykk og er óhætt að segja að allir finna eitthvað við sitt hæfi þegar þeim hentar. Vertu velkomin . . .